TDIGI.MUSE netið stefnir að því að verða fyrsta evrópska netið af litlum menningarsögusöfnum; minja-, þjóðfræði og byggðasögu.
Markmið þess er að styðja lítil söfn, og staðbundnar menningarstofnanir og önnur rými við að tileinka sér stafrænar og nýstárlegar aðferðir sem efla hlutverk þeirra sem fræðslu- og menningarmiðlarar, bæði milli kynslóða en einnig gagnvart minnihluta hópum sem búa við skert tækifæri. Með því að stuðla að opnun, þátttöku allra og stafvæðingu, skapar samstarfsnetið vettvang til að deila bestu starfsvenjum og kanna framtíðartækifæri innan sjóða og fjármögnunaráætlana Evrópusambandsins, eins og til dæmis Erasmus+.
Til að lýsa yfir áhuga á samvinnu við samstarfsnetið þurfa stofnanir að fylla út þetta eyðublað.