| EN|ES|IT|IS|CY
Project Image

DIGIMUSE Enter Verkefnið

DIGIMUSE ENTER byggir á reynslu af fyrra smærra verkefni (undir forystu Fondazione Genti d'Abruzzo í samstarfi við IHF og IWS), sem lagði grunninn að evrópsku neti lítilla safna og safnaði saman góðum starfsvenjum við notkun stafrænnar tækni til að auka aðgengi að menningararfi og þátttöku í menningarlífi.

Á þessu stigi leiddi samvinna við lítil söfn, víðs vegar á meðal landa innan Evrópusambandsins, í ljós að veruleg þörf er fyrir sérhæfða þjálfun í stafrænum lausnum til að efla aðgengi og þátttöku. Hins vegar er umtalsverður skortur á stafrænni færni meðal starfsfólks ákveðin ógn við því að úthlutað fjármagn nýtist með skilvirkum hætti. Þrátt fyrir aukna notkun stafrænna verkfæra hafa fleiri en helmingur menningarstofnanna ekki enn komið á fót þjálfunarúrræðum fyrir starfsfólk sitt, sem er vandamál sem viðgengst víða um Evrópu.

Niðurstöður þróaðar í Digimuse-verkefninu má nálgast á vefsíðu Fondazione Genti d'Abruzzo.

DIGIMUSE ENTER stefnir að því að auka áhrif forvera síns, með því að útvíkka umfang verkefnisins, þróa nýjar niðurstöður og ná til enn fleiri aðila. Verkefnið hefur beina skírskotun til markhóps síns, sem samanstendur ekki aðeins af litlum söfnum, heldur einnig af starfsfólki innan menningarmála, fagfólki, samtökum og félögum sem sjá um aðgengi samfélags að menningu. Markmiðið er að styðja þessa aðila til að yfirstíga líkamlegar, efnahagslegar og félagslegar hindranir sem hindra þátttöku borgara í menningararfi.

Með því að innleiða skipulagt og samþætt kerfi hagkvæmrar, sjálfbærrar og aðlögunarhæfrar stafrænnar tækni mun DIGIMUSE ENTER stuðla að því að gera menningarstofnanir aðgengilegri og þægilegri. Stafrænar lausnir í fræðsluskyni munu efla þekkingaröflun og auka virka þátttöku allra gesta í fræðsluöflun og upplifun.